Jólabjórinn að klárast

Mikil gleði var á J-daginn svokallaða þegar Tuborg-jólabjórinn fór í …
Mikil gleði var á J-daginn svokallaða þegar Tuborg-jólabjórinn fór í sölu. Nú er bjórinn að klárast í Vínbúðunum að sögn framleiðanda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvenju mik­il sala hef­ur verið á Tu­borg-jóla­bjórn­um í ár og nú er út­lit fyr­ir að birgðirn­ar klárist fyr­ir jól. Eins og kom fram í frétt Morg­un­blaðsins 14. des­em­ber hef­ur sala á jóla­bjór auk­ist lít­il­lega á milli ára en hlut­deild Tu­borg hef­ur auk­ist.

Það verður að telj­ast at­hygl­is­vert í ljósi þess að síðustu ár hef­ur um helm­ing­ur alls selds jóla­bjórs í Vín­búðunum verið Tu­borg Ju­lebryg en nú ber svo við að hlut­fallið er komið upp í 56%.

„Við seld­um upp Tu­borg-jóla­bjór hjá okk­ur í síðustu viku og fólk er farið að grípa í tómt í Vín­búðum í leit að gler­inu og stóru dós­inni. Enn þá má þó nálg­ast 33 cl dós­ir í helstu Vín­búðum lands­ins,“ seg­ir Garðar Svans­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Ölgerðinni. 

Þegar leitað var á vef­versl­un Vín­búðanna í morg­un voru all­ar stóru dós­irn­ar upp­seld­ar og aðeins 39 flösk­ur fá­an­leg­ar á öllu höfuðborg­ar­svæðinu. Hins veg­ar var þó nokkuð af flösk­um enn fá­an­legt á lands­byggðinni.

Flest­ar voru í Vest­manna­eyj­um, ríf­lega fimm hundruð tals­ins. Á Aust­ur­landi voru hins veg­ar aðeins sex stykki til á Seyðis­firði. Lands­menn geta þó enn huggað sig við að tals­vert virðist vera til af litl­um Tu­borg ju­lebryg-dós­um.

mbl.is/Ó​mar

„Þá er Gull lite jól einnig far­inn að klár­ast í Vín­búðum en hann er sá jóla­bjór sem er að bæta lang­sam­lega mestu við sig. Sölu­aukn­ing Gull lite jól er tæp 30% frá fyrra ári og hafa um 52.000 lítr­ar selst út úr Vín­búðunum það sem af er tíma­bil­inu.

Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem Gull Lite hef­ur yf­ir­burða sölu á markaðnum al­mennt en þetta er þó hraðari vöxt­ur en við höfðum áætlað. Í sam­an­b­urði við þetta er Tu­borg að fara í um og yfir 400 þúsund lítr­um í Vín­búðunum og fer nær 700 þúsund lítr­um í heild­ina ef tekn­ar eru all­ar gerðir út­sölustaða.

Yf­ir­burðir Tu­borg eru auðvitað al­gjör­ir þegar kem­ur að jóla­bjór­um eins og fyrri ár,“ seg­ir Garðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert