Lítil snjóflóð fallið og vegum lokað á Vestfjörðum

Vegurinn um Raknadalshlíð í Patreksfirði er lokaður og sömuleiðis Kleifaheiðin. …
Vegurinn um Raknadalshlíð í Patreksfirði er lokaður og sömuleiðis Kleifaheiðin. Mynd úr safni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Vegurinn um Raknadalshlíð í Patreksfirði er lokaður og sömuleiðis Kleifaheiðin en lítil snjóflóð hafa fallið úr hlíðum ofan vegarins um Raknadalshlíð.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum en þar kemur fram að aðstæður verði skoðaðar með Veðurstofu Íslands um hádegið með tilliti til hvenær óhætt verður að opna veginn á ný.

„Þau sem hyggja á ferðalög milli svæða eru hvött til þess að afla sér upplýsinga áður.  Vegum undir bröttum hlíðum á Vestfjörðum gæti verið lokað með stuttum fyrirvara í þeim aðstæðum sem nú er,“ segir í færslunni.

Þar segir enn fremur að snjór hafi safnast í hlíðum og hlýnað hafi í veðri með rigningu en það eigi að kólna þegar líður á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert