Logi nýr samstarfsráðherra Norðurlanda

Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og sjálfstjórnarlöndin Álandseyjar, Færeyjar og …
Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og sjálfstjórnarlöndin Álandseyjar, Færeyjar og Grænland eiga fulltrúa í nefndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur verið skipaður samstarfsráðherra Norðurlanda.

Skipun Loga var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Sett á fót 1971

Samstarfsráðherra Norðurlanda ber ábyrgð á ríkisstjórnarsamstarfi Norðurlandanna innan Norrænu ráðherranefndarinnar og fer fyrir hönd forsætisráðherra.

Í tilkynningu frá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu segir að Norræna ráðherranefndin hafi verið sett á fót árið 1971.

Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og sjálfstjórnarlöndin Álandseyjar, Færeyjar og Grænland eiga fulltrúa í nefndinni.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson gegndi embætti samstarfsráðherra í tíð síðustu ríkisstjórnar, en þar áður fór Sigurður Ingi Jóhannsson með embættið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert