Veðurspáin mjög slæm: Ökumenn fari varlega

Aksturskilyrði á Hellisheiði gætu orðið erfið í dag.
Aksturskilyrði á Hellisheiði gætu orðið erfið í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Vegagerðin hvetur ökumenn til að fara ekki af stað í ferðalög á milli landshluta fyrr en á milli klukkan 10 og 12.

Spáð er mjög slæmu veðri í dag á landinu, sérstaklega vestanlands.

Búast má við því að það taki tíma að opna vegi núna í morgunsárið, að sögn Vegagerðarinnar.

Ökumenn eru einnig hvattir til að skoða umferdin.is áður en þeir leggja af stað og á meðan á ferðalagi stendur.

Krapi á Hellisheiði

Óvissuástand er á mörgum fjallvegum í dag, þar á meðal á Öxnadalsheiði, og geta þeir lokast án fyrirvara.

Búið er að opna veginn um Hellisheiði en þar er krapi og eru vegfarendur beðnir um að aka með gát og taka tillit til moksturstækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert