Erilsöm nótt hjá slökkviliðinu

Slökkviliðið var fengið til að aðstoða heimiliseigendur að ná brotnu …
Slökkviliðið var fengið til að aðstoða heimiliseigendur að ná brotnu loftneti niður. Talið var að það skapaði hættu. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Nóttin var erilsöm hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhring var farið í 116 útköll á sjúkrabílum, næturvaktin fór í 42 þeirra.

„Hálkuslys, brjóstverkir, krampar, fólk að slást og slasa hvort annað, fæðingaflutningur, kviðverkir og svo margt annað var meðal þess sem við sinntum í nótt,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook.

Dælubílar voru kallaðir út sex sinnum og í eitt skipti af öllum stöðvum, en þá var tilkynnt um eld í húsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert