Kristrún sé duglegur leiðtogi með framtíðarsýn

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Svíþjóðar, …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Svíþjóðar, hlakka til stamstarfsins við Kristrúnu. Samsett mynd

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Denys Shmyha, forsætisráðherra Úkraínu, senda Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hamingjuóskir og segjast hlakka til samstarfsins við hana. 

Ný ríkisstjórn tók við völdum á laugardag. 

Á Facebook-síðu sinni segir Jonas Gahr Støre Kristrúnu vera duglegan leiðtoga með framtíðarsýn. 

Metta Frederiksen sendir Kristrúnu einnig kveðju á Facebook. Hún segist hlakka til samstarfsins við hana. 

Denys Shmyha óskar Kristrúnu velfarnaðar og segist hlakka til að vinna með henni að sameiginlegum gildum landanna. Þá þakkar hann Íslandi fyrir stuðning sinn við Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert