Hátt í 200 manns í jólamat hjá Samhjálp

Erilsamt hefur verið á kaffistofu Samhjálpar í dag.
Erilsamt hefur verið á kaffistofu Samhjálpar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hátt í 200 manns komu í gær, aðfanga­dag, á kaffi­stofu Sam­hjálp­ar og þáðu jóla­mat. Opið verður á kaffi­stof­unni í dag, jóla­dag, frá 10-14 og hef­ur verið er­ilsamt það sem af er degi. 

Þetta seg­ir Linda Sif Magnús­dótt­ir, for­stöðukona kaffi­stofu Sam­hjálp­ar, í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir að það hafi verið mjög hátíðleg stund í gær þegar fólk kom sam­an og borðaði jóla­mat en boðið var upp á ham­borg­ar­hrygg, lamba­kjöt, brúnaðar kart­öfl­ur og meðlæti.

Eins og fyrr seg­ir hef­ur verið tölu­vert af fólki á kaffi­stof­unni í dag en Linda ger­ir ráð fyr­ir því að fjöld­inn verði svipaður og í gær. Í dag verður sömu­leiðis boðið upp á hátíðarmat og er kalk­únn, hangi­kjöt, upp­stúf og meðlæti á boðstóln­um. 

Boðið var upp á hamborgarahrygg, lambakjöt og meðlæti.
Boðið var upp á ham­borg­ara­hrygg, lamba­kjöt og meðlæti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Styrk­irn­ir mik­il­væg­ir

Skjól­stæðing­ar Sam­hjálp­ar búa oft við erfiðar fé­lags­leg­ar aðstæður, sára­fá­tækt og jafn­vel heim­il­is­leysi. Oft og tíðum er jóla­máltíðin á veg­um Sam­hjálp­ar sú eina sem skjól­stæðing­ar þeirra fá það árið og skipt­ir fram­takið því kúnna­hóp Sam­hjálp­ar miklu máli.

Kaffi­stofa Sam­hjálp­ar er að miklu leyti rek­in með styrkj­um frá fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um en und­an­far­in ár hef­ur Sam­hjálp staðið fyr­ir átak­inu „gefðu máltíð“ þar sem biðlað er til lands­manna sem geta að gefa jóla­máltíð. 

Linda seg­ir að átakið hafi gengið mjög vel í ár og að þau hafi fengið fjöld­ann all­an af styrkj­um. 

„Við vær­um ekki með opn­ar dyr nema út af öll­um þeim styrkj­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert