Krambúðinni í Suðurveri lokað

Búið er að loka Krambúðinni í Suðurveri og kúnnum bent …
Búið er að loka Krambúðinni í Suðurveri og kúnnum bent á að stutt sé í Krambúðina í Lönguhlíð ef skreppa þarf í aðra búð í hverfinu. mbl.is

„Húsaleigusamningurinn okkar í Suðurveri er að renna út núna um áramótin og við ákváðum að loka fyrst við gátum ekki stækkað verslunina eins og við hefðum þurft að gera,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa, en eins og viðskiptavinir Krambúðarinnar í Suðurveri hafa séð er búið að loka versluninni.

„Við vorum komin á það stig að við þurftum að uppfæra verslunina og helst stækka hana en það var ekki rekstrargrundvöllur fyrir henni í óbreyttri mynd,“ segir Gunnar Egill, og bætir við að því miður hafi það ekki tekist, en Suðurver er í fullri útleigu og ekkert svigrúm til þess að stækka eða breyta versluninni á þessum tímapunkti.

Hann bætir við að Samkaup séu alltaf að skoða mögulegt húsnæði, en segir Suðurver hafa verið góðan stað.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert