Ranarnir á Keflavíkurflugvelli eru óvirkir og því ekki hægt að lenda eða taka á loft, segir Flosi Eiríksson hjá Isavia.
„Það er svo mikið rok, þetta gerist í svona 55 hnútum en það slær í 60.“ 55 hnútar jafngilda vindhraða upp á 28 m/s og 60 hnútar vindhraða upp á 31 m/s.
Segir Flosi flugfélög hafa meira og minna aflýst og seinkað sínum flugferðum. Það hafi ekki mikið verið á áætlun um miðjan daginn og færri flug áætluð á jóladag en í gær og á morgun.
„Á áætlun voru milli 50 og 60 flug í dag, komur og brottfarir en í gær voru um 130 flug. Það eru fáir í flugstöðinni og ekkert um strandaglópa þar.
Þetta er kannski besti dagurinn til að geta ekki flogið,“ segir Flosi og bætir við að staðan verði skoðuð með kvöldinu og hvort það fari að lægja.