Ábendingar um eldingar

Ljósmyndin er úr safni.
Ljósmyndin er úr safni. Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Veðurstofu Íslands hefur borist tvær ábendingar um eldingar síðasta sólarhringinn.

Þetta segir Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Annars vegar barst ábending um eldingar í Reykjavík og svo hins vegar í Mýrdal. Hann segir að kerfi Veðurstofunnar hafi ekki mælt þær.

„Það er samt ekki þar með sagt að það hafi ekki verið eldingar. Það er alveg skýrt.“

Ekki ólíklegt að fólk verði vart við eldingar

Hann segist þvert á móti ekki telja ólíklegt að það hafi verið eldingar þrátt fyrir að þær hafi ekki mælst.

„Þetta er ekta eldingaveður. Það eru éljaklakkar og mikið uppstreymi í þeim og það eru eldingarnar, þær koma í svona klakkaveðri. Það er ekki ólíklegt að fólk verði vart við eldingar.“

Aðspurður segir hann ekki ólíklegt að fólk kynni að verða vart við fleiri eldingar í dag og í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert