Búið að opna Hellisheiði

Hellisheiðin var opnuð á öðrum tímanum í nótt.
Hellisheiðin var opnuð á öðrum tímanum í nótt. mbl.is/Óttar

Enn er víða ófærð en aðstæður verða athugaðar með morgninum. Opið er um Hellisheiði og Þrengsli en víða er enn ófært eða lokað, s.s. á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Brattabrekku, sem og víða á Vestfjörðum.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Hellisheiðin var opnuð aftur fyrir umferð á öðrum tímanum í nótt en heiðin var lokuð í gær.

Holtavörðuheiði og Brattabrekka eru lokaðar og ófært er um Fróðárheiði. Hálka eða snjóþekja og éljagagnur er á flestum leiðum og slæm akstursskilyrði nokkuð víða.

Á Vestfjörðum eru allar helstu leiðir ófærar eða þungfærar. Vegir verða athugaðir nú í morgunsárið.

Uppfært klukkan 10:00

Búið er að opna Holtavörðuheiðina en þar er hálka og snjókoma. Þá hefur vegurinn um Mosfellsheiði verið opnaður en vegurinn um Bröttubrekku er enn lokaður vegna snjóa. Vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður og ekki er mögulegt að opna heiðina sem stendur, þar er lítið skyggni og mikill snjór. Fylgst verður með aðstæðum og nýjar upplýsingar verða gefnar á umferðin.is um kl. 13:00

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert