Slagsmál og læti í miðbænum

Jólanóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Jólanóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jólanóttin var frekar róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en í tvígang var tilkynnt um slagsmál og læti í miðbænum. Í bæði skiptin voru aðilar farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 22 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili og einn gistir í fangaklefa.

Lögreglan stöðvaði ökumann í akstri. Hann var á miklum hraða miðað við aðstæður og missti stjórn á afturhenda bifreiðarinnar nálægt öðrum ökutækjum. Þá skipti hann um akrein fimm sinnum án þess að gefa stefnumerki og ók á 90-100 kílómetra hraða í mikilli hálku, snjó og erfiðum aðstæðum. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sín og var málið klárað með vettvangsskýrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert