Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti þann 17. desember síðastliðinn að fresta áætlaðri lokun bensínstöðvar N1 við Ægisíðu 102 fram í maí á næsta ári, en til stóð samkvæmt rammasamkomulagi að bensínstöðinni yrði lokað þann 1. janúar næstkomandi.
Er þetta í annað sinn sem borgarráð frestar lokun stöðvarinnar, en í fyrra skiptið var það gert þar sem beðið var eftir niðurstöðu Borgarsögusafns um byggingarsögulegt og menningarlegt gildi stöðvarinnar. Ástæða frestunarinnar að þessu sinni er sú að deiliskipulag svæðisins hefur enn ekki verið samþykkt en fyrirhugað er að reisa íbúðir á reitnum umhverfis bensínstöðina.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.