Þriggja bíla árekstur við Hafnarfjall

Bílslysið varð nú fyrir skömmu.
Bílslysið varð nú fyrir skömmu. Ljósmynd/Aðsend

Þriggja bíla árekstur varð á vegi við Hafnarfjall fyrr í kvöld.

Að sögn Ásmund­ar Kr. Ásmunds­son­ar, varðstjóra hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, slasaðist enginn við áreksturinn.

Þá upplýsti Jens Heiðar Ragn­ars­son, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akra­ness og Hval­fjarðarsveit­ar, að nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu verið ræstir út í kjölfar árekstursins. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka