Þriggja bíla árekstur varð á vegi við Hafnarfjall fyrr í kvöld.
Að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Vesturlandi, slasaðist enginn við áreksturinn.
Þá upplýsti Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, að nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu verið ræstir út í kjölfar árekstursins.
Fréttin hefur verið uppfærð