Tilkynnt um meðvitundarlausan mann

Mennirnir tveir hafa verið að halda sig til í Mjóddinni …
Mennirnir tveir hafa verið að halda sig til í Mjóddinni að undanförnu. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregla var kölluð út í Mjódd fyrr í kvöld þegar tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í verslunarkjarnanum. Á daginn kom að um útigangsmann var að ræða sem hafði sofnað.

Að sögn Guðmundar Sævarssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni á Dalvegi, höfðu tveir útigangsmenn sem hafa haldið til í Mjódd komið sér þar fyrir og annar þeirra sofnað.

Vegfarendur hafi hins vegar grunað að eitthvað alvarlegt hrjáði manninn sökum þess hve erfiðlega gekk að vekja hann og því tilkynnt lögreglu um að hann væri meðvitundarlaus í verslunar- og þjónustukjarnanum.

Þá segir Guðmundur að mönnunum hafi líklegast verið komið niður á gistiskýli eða vísað á að færa sig annað er maðurinn komst aftur til meðvitundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka