Um 200 íbúðir á Veðurstofuhæð

Nýtt hverfi mun rísa á svokölluðum Veðurstofureit.
Nýtt hverfi mun rísa á svokölluðum Veðurstofureit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð samþykkti á fundi þann 17. desember síðastliðinn tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hinn svokallaða Veðurstofureit, en þar er áformað nýtt skipulag fyrir um 200 íbúðir auk bílastæðahúss sem fyrirhugað er að geti risið á svæðinu

Í tillögunni er gert ráð fyrir áframhaldandi starfsemi Veðurstofunnar á reitnum en að öll starfsemi verði á einum stað, á lóð nr. 7 við Bústaðaveg.

Tillagan bíður nú endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar, en fulltrúar minnihlutans gerðu athugasemdir við skort á innviðauppbyggingu, þar sem ekki er gert ráð fyrir að fjölga þurfi rýmum í leikskólum og grunnskólum hverfisins vegna hinnar miklu uppbyggingar sem fyrirhuguð er á svæðinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert