Andlát: Ólafur Ólafsson

Ólafur fæddist 5. maí 1924 í Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum.
Ólafur fæddist 5. maí 1924 í Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Ólafsson, fv. kaupfélagssstjóri, lést 24. desember sl. á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, 100 ára að aldri.

Ólafur fæddist 5. maí 1924 í Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Ólafsson bóndi á Syðstu-Mörk og Halla Guðjónsdóttir húsfreyja. Ólafur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1942-44 og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1944-46.

Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar á Hvolsvelli 1946 sem síðan varð Kaupfélag Rangæinga eftir sameiningu við Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk. Hann starfaði þar til 1959 og var m.a. útibússtjóri á Rauðalæk frá 1954 til 1957.

Ólafur var kaupfélagssstjóri á Ólafsfirði frá 1959 til 1965 og síðan kaupfélagsstjóri Kaupfélags Rangæinga frá 1965 til 1989. Hann stóð m.a. fyrir því að kaupfélagið byggði 43 einbýlishús á Hvolsvelli og á Rauðalæk og seldi á kostnaðarverði til að gera fólki auðveldara að setjast þar að. Þá byggðu Ólafur og Rannveig Júlíana Baldvinsdóttir eiginkona hans Hótel Hvolsvöll árið 1984 og ráku um árabil. Eftir að Ólafur lét af störfum sem kaupfélagsstjóri rak hann bókhaldsþjónustu á heimili sínu til ársins 2018.

Ólafur var félagi í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar árin 1960-1965 og stofnaði Rótarýklúbb Rangæinga árið 1966. Hann sat í bæjarstjórn og bæjarráði Ólafsfjarðar 1962-64, var lengi formaður Framsóknarfélags Rangæinga og sat í miðstjórn Framsóknarflokksins. Hann var varaþingmaður eitt kjörtímabil í apríl-maí 1975. Hann sat um tíma í stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna og í stjórn Meitilsins hf. í Þorlákshöfn.

Ólafur var einn af stofnendum brids- og skákfélags Rangæinga og hafði frumkvæði að stofnun Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu 1993 og var formaður félagsins um árabil. Á 80 ára afmælishátíð Hvolsvallar 2013 fékk Ólafur afhentan Atgeir Gunnars, æðstu viðurkenningu Rangárþings eystra.

Rannveig eiginkona Ólafs lést árið 2009. Börn þeirra eru Ólafur, Baldvin, Ásta Halla og Ingibjörg Ýr. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörnin 16.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka