Brögð í tafli í skákinni

Margeir Pétursson, bankamaður og stórmeistari í skák.
Margeir Pétursson, bankamaður og stórmeistari í skák. mbl.is/Karítas

Margeir Pétursson stórmeistari í skák segir orðið auðveldara að svindla í skákinni en áður. Hann hafi nýverið rætt við hátt settan skákþjálfa hjá Alþjóða skáksambandinu sem telji að eitthvað undarlegt sé á seyði í skákheiminum.

„Ég var að tala við hátt settan mann sem hefur verið í háum stöðum sem skákþjálfari. Hann er mjög tortrygginn og telur að það sé eitthvað í gangi sem við vitum ekki hvað er,“ segir Margeir.

Nánar er rætt við Margeir í blaðinu Tímamótum sem unnið er í samtarfi við New York Times og birtist nú um helgina.

Í viðtalinu er rætt við Margeir um stöðu íslenskra skákmanna og möguleika Íslendinga á að eignast skákmann í allra fremstu röð. Heimsmeistara á borð við Magnús Carlsen.

Magnus Carlsen.
Magnus Carlsen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka