Tesla flytur í Hellnahverfið í Hafnarfirði

Borgahella 6 Fjórar lóðir voru sameinaðar í eina lóð fyrir …
Borgahella 6 Fjórar lóðir voru sameinaðar í eina lóð fyrir höfuðstöðvar Tesla á Íslandi. Teikningar/Kjartan Rafnsson

Framkvæmdir eru að hefjast við nýjar höfuðstöðvar Tesla á Íslandi. Þær munu rísa á tæplega 16 þúsund fermetra lóð í Borgahellu 6 í Hafnarfirði.

Félagið Bæjarbyggð, dótturfélag Eignabyggðar, mun reisa höfuðstöðvarnar sem verða stálgrindarhús með steyptum kjarna. Leigusamningur var undirritaður fyrir jól og er áformað að afhenda húsið öðrum hvorum megin við áramót 2026/27.

Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, stjórnarmaður hjá Bæjarbyggð, segir Tesla á Íslandi hafa skoðað aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýjar höfuðstöðvar. Niðurstaðan hafi orðið sú að lóðin í Borgahellu hentaði best en Bæjarbyggð hafi getað boðið upp á stóra lóð með mikla möguleika með því að sameina fjórar lóðir í eina. Á teikningunum hér fyrir ofan má sjá hvernig lóðin verður útfærð.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert