Bensín- og þjónustustöð N1 við Skógarsel í Reykjavík verður lokað á morgun, gamlársdag.
Þetta er samkvæmt áætlunum, en sem kunnugt er var fyrir nokkrum misserum gert samkomulag milli Reykjavíkurborgar og olíufélaganna um að loka skyldi nokkrum stöðvum þeirra og nýta lóðirnar undir aðra starfsemi.
Þegar hefur N1 lokað stöð sinni við Stóragerði og nú eru síðustu dagarnir í Skógarseli. Stöðin við Ægisíðu verður lögð af innan tíðar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.