Kveiktu óvart í iðnaðarhúsnæði

Slökkviliðið fór á vettvang.
Slökkviliðið fór á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í gömlu iðnaðarhúsnæði við höfnina á Vogum á Vatnsleysuströnd.

Rúnar Eyberg Árnason, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir að útkallið hafi borist upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Um er að ræða hús sem ekki er lengur í notkun og höfðu drengir verið að leika sér með flugelda þar inni og kveikt óvart í.

Teygði sig upp í þakklæðningu

Ein áhöfn var send í slökkviliðsbíl á vettvang, ásamt aukamannskap.

Vogar á Vatnsleysuströnd.
Vogar á Vatnsleysuströnd. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar að var komið hafði eldur kviknað í útvegg í suðausturenda byggingarinnar og var eldurinn búinn að teygja sig upp í þakklæðninguna.

„Sem betur fer náðum við að slökkva þetta mjög fljótt,“ segir Rúnar.

Húsið stendur nánast eitt og sér við höfnina og er stórt og mikið.

„Ef þetta hefði náð að malla eitthvað lengur hefði þetta getað orðið stærra,“ bætir hann við um eldinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert