Landsmenn þyrstir í freyðivín um áramót

Dagarnir á milli jóla og nýárs eru annasamir í ríkinu.
Dagarnir á milli jóla og nýárs eru annasamir í ríkinu. Ljósmynd/Getty Images

Síðustu tveir dag­ar árs­ins eru að jafnaði þeir anna­söm­ustu í áfeng­is­versl­un­um rík­is­ins.

Dag­arn­ir á milli jóla og ný­árs eru al­mennt þeir sölu­hæstu þegar kem­ur að freyði- og kampa­víni í vín­búðunum en dag­ur­inn í dag, 30. des­em­ber, er að jafnaði sá sölu­hæsti í þeim vöru­flokki.

Þetta seg­ir Sigrún­ Ósk Sig­urðardótt­ir, aðstoðarfor­stjóri ÁTVR, í sam­tali við mbl.is.

Sölu­töl­ur liggja ekki fyr­ir fyrr en eft­ir ára­mót en allt bend­ir til þess að lands­menn séu jafn þyrst­ir í freyði- og kampa­vín og und­an­far­in ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert