Enginn læknir til að úrskurða Ólaf látinn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eyþór

Ekki var hægt að úr­sk­urða Ólaf Ólafs­son lát­inn þegar hann lést á aðfanga­dags­kvöld, því eng­an lækni var hægt að ná í á Hvols­velli.

Lík hans var geymt í her­bergi á dval­ar­heim­ili yfir nótt áður en hann var flutt­ur á út­far­ar­stofu og hafði hann þá ekki enn verið úr­sk­urðaður lát­inn.

Afa­barn Ólafs seg­ir stöðuna ólíðandi.

Kerfið klikk­ar

Ólaf­ur lést hundrað ára að aldri á aðfanga­dags­kvöld á dval­ar­heim­il­inu Kirkju­hvoli á Hvols­velli þar sem hann hafði dvalið síðustu ár.

„Hann veikt­ist um miðjan des­em­ber og það var al­veg útséð hvert það væri að fara, að veik­ind­in myndu enda með þess­um hætti. Það var bara spurn­ing hvenær það yrði,“ seg­ir Bjarki Odds­son, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi í Rangárþingi eystra og afa­barn Ólafs, í sam­tali við mbl.is.

„Svo kem­ur að þessu að hann deyr og það er þá sem að kerfið klikk­ar, það var eng­inn lækn­ir. Hjúkr­un­ar­heim­ilið vissi ekki einu sinni að það væri eng­inn vakt­lækn­ir.“

Ólíðandi staða

Bjarki seg­ir að afi hans hafi verið geymd­ur í her­bergi á dval­ar­heim­il­inu yfir nótt­ina og að fjöl­skyld­an hafi fengið þær upp­lýs­ing­ar að hugs­an­lega væri hægt að úr­sk­urða Ólaf lát­inn á jóla­dag, eða ann­an dag jóla. 

„Það átti ekk­ert að vera lækn­ir dag­inn eft­ir held­ur, bara næsta virka dag,“ seg­ir Bjarki.

Fór svo að Ólaf­ur var flutt­ur af dval­ar­heim­il­inu á út­fara­stofu á jóla­dag, án þess að hann hefði verið úr­sk­urðaður lát­inn.

Bjarki seg­ir að gagn­rýni fjöl­skyldu hans snúi ekki að dval­ar­heim­il­inu, enda hafi allt verið gert fyr­ir þau þar. Held­ur sé um að kenna skorti á lækn­isþjón­ustu í bæn­um. 

„Ef þetta hefði verið veikt barn þá hefði þetta verið tölu­vert drama­tísk­ara en staðan samt sem áður ólíðandi.“

Bjarki vakti fyrst at­hygli á mál­inu í aðsendri grein á Vísi.

Ólaf­ur Ólafs­son, fv. kaup­fé­lags­s­stjóri, lést 24. des­em­ber sl.
Ólaf­ur Ólafs­son, fv. kaup­fé­lags­s­stjóri, lést 24. des­em­ber sl. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert