Þorgerður Katrin fékk tækifæri í Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson telur að lengi hafi staðið til að Viðreisn og Samfylking ynnu saman. Þótt Þorgerður Katrín sé fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins þá sé Viðreisn vinstri flokkur.

Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna Benediktsson á vettvangi Spursmála.

Lengi stefnt að samstarfi

Þar segir hann að margt bendi til þess að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar hafi lengi stefnt að því að vinna saman.

Hann segir að jafnvel þótt Þorgerður Katrín hafi á sínum tíma verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fengið sín tækifæri þar þá sé flest sem bendi til þess að Viðreisn sé vinstrisinnaður flokkur.

Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan.

Í viðtalinu ræðir Bjarni um skattahækkanatillögur Samfylkingarinnar og hvernig hann telur að þær muni birtast í samstarfi við Viðreisn og Flokk fólksins. Bendir hann á að skattar séu tiltölulega háir hér á landi í alþjóðlegum samanburði og að nær væri að stefna að því að lækka þá en hækka.

Þá kemur hann einnig inn á stöðu útlendingamála.

Viðtalið við Bjarna Benediktsson er aðgengilegt í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson. Þau leiddu Sjálfstæðisflokkinn sem …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson. Þau leiddu Sjálfstæðisflokkinn sem varaformaður og formaður á árunum 2009-2010. mbl.is/samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert