Bifreið valt til móts við Ásmundarstaði

Óhappið átti sér stað um klukkan 12.30.
Óhappið átti sér stað um klukkan 12.30. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bif­reið hafnaði á hvolfi eft­ir bíl­veltu á Suður­lands­vegi til móts við Ásmund­arstaði á milli Sel­foss og Hellu í dag.

Óhappið átti sér stað um klukk­an 12.30. Eng­inn slasaðist en í bif­reiðinni var ökumaður auk eins farþega.

Gæti verið tengt færð

„Þetta gæti verið tengt færðinni. Það er hálka og krap og snjóþekja á víxl,“ seg­ir Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, spurður um til­drög slyss­ins.

Hann vissi ekki til þess að aðrar skemmd­ir hefðu orðið held­ur en á bif­reiðinni.

„Það er um að gera að fólk fari var­lega í þessu tíðarfari, það er það eina sem gild­ir,“ seg­ir Þor­steinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert