Ekkert spennandi að sjá

Gæslan þótti með meira móti á Þingvöllum.
Gæslan þótti með meira móti á Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að í raun hafi ekki verið neitt spenn­andi að sjá á vinnufundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í for­seta­bú­staðnum á Þing­völl­um í dag.

Gæsl­an þótti með meira móti en ljós­mynd­ar­ar máttu aðeins mynda ráðherr­ana úr fjar­lægð þegar þeir mættu til fund­ar­ins. Lög­regl­an gætti þess vel að ekki yrði farið of ná­lægt.

„Nei, nei. Ég myndi nú ekk­ert lesa neitt sér­stak­lega í það á þess­um tíma­punkti. Það ligg­ur fyr­ir að þetta er ný rík­is­stjórn og við þurf­um að gefa okk­ur tíma til þess að ræða sam­an á óform­leg­um nót­um líka,“ seg­ir Kristrún spurð um gæsl­una.

Snjó kyngdi niður á Þing­völl­um þegar ráðherra bar að garði.
Snjó kyngdi niður á Þing­völl­um þegar ráðherra bar að garði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fund­ur­inn á umræðuformi

Seg­ir hún að það hafi ekki verið fjöldi af­greiðslu­mála á fund­in­um held­ur hafi hann meira verið á umræðuformi og verið leið til þess að skipu­leggja vinn­una fram und­an.

„Það skipt­ir okk­ur máli að við för­um rétt af stað og að það sé rétt­ur skiln­ing­ur meðal allra ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar á því hvað felst í ákveðnum mál­um inn­an stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar og áherslu­mála. Það var nú bara fókus­inn á þess­um fundi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert