Gera má ráð fyrir hálku

Gera má ráð fyrir hálku með kvöldinu.
Gera má ráð fyrir hálku með kvöldinu. mbl.is/Árni Sæberg

Töluverð úrkoma verður í dag og eitthvað hlýrra en hefur verið síðustu daga. Þetta segir veðurfræðingur Veðurstofunnar í samtali við mbl.is.

Kólna taki þó aftur á morgun og sökum þess megi gera ráð fyrir hálku í umferðinni, aðallega í nótt og í fyrramálið.

Ekki sé annars mikil úrkoma í kortunum um helgina. Dálítil él verði fyrir norðan en almennt þurrt og bjart á öðrum stöðum á landinu.

Vefur Veðurstofu Íslands

Veðurhorfur næstu daga

Á sunnudag og mánudag verður frost um 4 til 12 stig. Þá verða um 8-18 m/s og él fyrir norðan en hvassast austan til. Yfirleitt verður þurrt sunnan heiða.

Á þriðjudag breytist hitastig lítið. Það verður minnkandi norðlæg átt, 5-13 m/s seinnipartinn. Bjart veður með köflum, en dálítil él austast og vestast á landinu.

Á miðvikudag verður kalt í veðri. Norðlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil él norðaustan til. Bjart verður að mestu sunnanlands.

Á fimmtudag verður talsvert frost víða um landið. Þá verður suðlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjart, en skýjað vestanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert