Oft sannleikur í því sem ítrekað er minnst á

Kristrúnu þykir viðbrögð Íslendinga vera frábær.
Kristrúnu þykir viðbrögð Íslendinga vera frábær. mbl.is/Karítas

„Sumt mun nýt­ast mjög vel, annað minna. Sumt kem­ur oft upp og það er oft­ast ákveðinn sann­leik­ur í því sem kem­ur mjög oft upp.“

Þetta seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um viðbrögð Íslend­inga á sam­ráðsgátt stjórn­valda eft­ir að rík­is­stjórn­in óskaði eft­ir hug­mynd­um um hagræðing­ar­til­lög­ur í rík­is­rekstri. 

Þegar þetta er skrifað hafa ríf­lega 1.600 um­sagn­ir verið send­ar inn.

„Mér finnst frá­bært að við höf­um fengið mik­il viðbrögð og það er greini­lega fjöldi fólks sem vill leggja okk­ur lið í þessu verk­efni. Þetta er líka okk­ar leið til þess að segja skýrt frá því að við ætl­um ekki að labba bara inn í ráðuneyt­in og spyrja kerf­in hvernig þetta hef­ur alltaf verið gert,“ seg­ir Kristrún í sam­tali við mbl.is.

Jarðtengja rík­is­stjórn­ina

Seg­ir hún þetta vera einn anga þeirr­ar vinnu sem mun fara fram í hug­mynda­öfl­un til að hagræða í rík­is­rekstri. Unnið verði með til­lög­urn­ar sam­hliða öðrum út­tekt­um sem hafa þegar átt sér stað.

„Við ætl­um ekki að finna upp hjólið. Það er marg­búið að gera út­tekt­ir á rík­is­rekstr­in­um. Nú snýst þetta bara líka um að taka þær skýrsl­ur upp úr skúff­un­um og vinna úr þeim til­lög­um og hafa póli­tísk­an kjark til að fram­kvæma þær.“

Kristrún nefn­ir að þetta sé einnig part­ur af því að jarðtengja rík­is­stjórn­ina og fólkið sem vinn­ur í stjórn­sýsl­unni.

„Við erum að starfa fyr­ir fólkið í land­inu, það er bara vinna sem felst í því,“ seg­ir Kristrún.

Ýmis­legt gott komið fram

Eru ein­hverj­ar ákveðnar hug­mynd­ir sem þér líst bet­ur á en aðrar?

„Það er ým­is­legt gott sem hef­ur komið fram. Fólk tal­ar mikið um að styrkja bet­ur nýt­ingu á tækni og sta­f­ræn­um innviðum til að spara ákveðna vinnu.

Það eru alls kon­ar til­lög­ur um að sam­eina ákveðnar stofn­an­ir eða sam­leið með verk­efn­um. Ég hlakka til að sjá niður­stöðurn­ar úr þessu,“ seg­ir Kristrún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert