Samdráttur í áfengissölu ríkisins

Sala freyði- og kampavíns var 6,8% minni í fyrra en …
Sala freyði- og kampavíns var 6,8% minni í fyrra en árið áður. mbl.is/Getty Images

Sala á áfengis frá 13. desember til áramóta dróst saman um 4% í lítrum talið miðað við sama tímabil árið áður.

Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við mbl.is.

Möet vinsælast

Sala freyði- og kampavíns var 6,8% minni frá 13. desember 2024 til áramóta samanborið við sama tímabil árið áður.

Meðal mest seldu tegunda í þeim vöruflokki voru Möet & Chandon en þeir eiga 5 af 10 söluhæstu kampavínum Vínbúðarinnar.

Vinsælast var Möet & Chandon Brut Imperial en af því seldust 1.078 lítrar.

Næst vinsælast var þá Veuve Clicquot Brut, sem af seldust 500 lítrar. Því næst seldust 422 lítrar af Bollinger Brut Special Cuvee.

Moët var eitt vinsælasta kampavínið um jólin og áramótin.
Moët var eitt vinsælasta kampavínið um jólin og áramótin. Ljósmynd/AFP

10 söluhæstu kampavínin í desember:

  • Möet & Chandon Brut Imperial – 1.078 lítrar
  • Veuve Clicquot Brut – 500 lítrar
  • Bollinger Brut Special Cuvee - 422 lítrar
  • Möet & Chandon Rose Imperial - 269 lítrar
  • Drappier Brut Nature - 263 lítrar
  • Taittinger Brut Reserve - 211 lítrar
  • Möet & Chandon Nectar Imperial - 188 lítrar
  • Pol Roger Reserve Brut - 179 lítrar
  • Möet & Chandon Ice Imperial - 175 lítrar
  • Moöt & Chandon Brut Imperial - 171 lítrar
Bollinger var meðal vinsælustu kampavína Íslendinga í desember.
Bollinger var meðal vinsælustu kampavína Íslendinga í desember. mbl.is/pinterest

1.588,9 lítrar seldir

Alls seldust 1.588,9 lítrar af áfengi á dögunum 13. til 31. desember 2024, miðað við 1.654,6 lítra á sama tímabili árið 2023.

Sjá má á töflunni hér að neðan að heildar samdráttur á sölunni er 4% á milli ára.

Sala áfengis á jóla- og ármótatímabilinu.
Sala áfengis á jóla- og ármótatímabilinu. Tafla/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert