Umtalsverður hópur vill aðeins að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu til þess að þeir geti svarað nei í henni.
Þetta er mat Hjartar J. Guðmundssonar, sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings. Hann fjallar um málið á vefsíðu sinni stjornmalin.is.
Vitnar Hjörtur þar í skoðanakönnun Maskínu fyrir Vísi sem var birt í dag. Kom þar í ljós að 42,7% þeirra sem tóku þátt væru andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 37,5% með inngöngu.
Segir þar einnig að 57,8% séu hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla verið haldin um aðildina en aðeins 24,9% séu andvíg því.
„Hins vegar segja mun færri að þeir myndu segja já í þjóðaratkvæðinu en sem vilja slíka atkvæðagreiðslu eða 50,9% á móti 49,1% sem myndu segja nei. Með öðrum orðum er ljóst að umtalsverður hópur kjósenda vill aðeins að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla til þess að þeir geti svarað nei í henni,“ skrifar Hjörtur.