Strætó hefur tilkynnt um gjaldskrárhækkanir frá og með 8. janúar.
Nemur hækkunin 3,1% á stökum fargjöldum og 3,7% á tímabilskortum. Stakt fargjald fer þannig úr 650 kr. í 670 kr. og 30 daga nemakort og kort fyrir ungmenni og aldraða fer úr 5.400 kr. í 5.600 kr. Verð á Klapp plastkortum helst óbreytt eða 1.000 kr.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.
Þá segir að sölu dagpassa verði hætt á komandi vikum sem giltu í 24 klst. og 72 klst. en Kapp-greiðsluþak hefur komið í staðinn fyrir þær vörur þannig að ónotaðir 24 klst. og 72 klst. passar ógildast ekki.
Fram kemur að ákvörðun um gjaldskrárbreytingu var tekin af stjórn félagsins á fundi þess 13. desember sl. og er í takt við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu þessa árs.
Engar gjaldskrárbreytingar verða á landsbyggðinni.