„Það er algjör óvissa“

Lögreglan kannaði aðstæður í hádeginu í dag.
Lögreglan kannaði aðstæður í hádeginu í dag. Ljósmynd/Lögreglan

„Þetta hefur breyst töluvert síðan í gær, það er talsvert meira vatnsmagn sem fer yfir garðinn og út í Flóaáveituskurðinn,“ segir Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi.

Hvítá hefur flætt yfir bakka sína nærri Brúnastöðum í Flóahreppi frá því síðdegis í gær. Þorsteinn segir að ástandið hafi lítið breyst frá því að lögregla kannaði aðstæður í hádeginu í dag.

Er talin bráð hætta á skemmdum á innviðum eða eignum?

„Þetta er bara óvissa hvað gerist. Það er algjör óvissa. Eins og staðan er í augnablikinu er þetta allt í lagi. Í gegnum tíðina hefur áin reglulega flætt svolítið um,“ segir Þorsteinn.

Bændur hugi að búfénaði

Lögreglan er í sambandi við íbúa sem búa á svæðinu og hefur látið vita af óvissunni. Hefur bændum verið ráðlagt að huga að búfénaði þar sem það á við, að sögn Þorsteins.

„Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti á þessum slóðum,“ segir hann.

Lögregla, almannavarnir og Veðurstofan fylgjast áfram með stöðunni og bregðast við ef þörf þykir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert