Þrír með stöðu sakbornings

Rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi …
Rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt er í fullum gangi. Ljósmynd/Colourbox

Þrír eru með stöðu sakbornings í tengslum við hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt.

Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar, við mbl.is. Einn sakborninganna var í fyrradag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald en hann er sá eini sem er grunaður um stunguárás. Þrír voru handteknir en lögreglan var með mikinn viðbúnað og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til.

Þrír hlutu áverka í árásinni og hafa tveir þeirra verið útskrifaðir af sjúkrahúsi en sá er hlaut alvarlegustu áverkanna er úr lífshættu að sögn Eiríks en er enn þá inniliggjandi á sjúkrahúsi.

„Rannsókn málsins er í fullum gangi. Vinnan sem hefur verið í gangi hefur verið sú að ná betri mynd af því sem þarna gerðist og taka skýrslur af vitnum sem voru á staðnum,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert