Svonefnt Auglýsingahlé Billboard fyrir árið 2025 hófst á nýársdag og lýkur í dag. Fyrirtækið Billboard sér um stafrænar auglýsingar á flettiskiltum og skjáum.
Í ár er kynningin helguð listakonunni og Íslandsvininum Roni Horn. Verk Horn verða sýnd á 600 stafrænum skjáum Billboard um allt land, bæði í strætóskýlum og á stórum skjáum við fjölfarnar götur.
Roni Horn er frá New York-borg, en hún hefur síðustu fimm áratugi varið miklum tíma á Íslandi sem hefur haft áhrif á listsköpun hennar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.