Vinna við Hvammsvirkjun að hefjast

Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá.
Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Tölvumynd/Landsvirkjun

Fyrirtækið Fossvélar ehf. á Selfossi, sem Landsvirkjun samdi við um fyrstu framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá, hófst handa í desember við undirbúning en í næstu viku flytur fyrirtækið enn fleiri vinnuvélar og tækjabúnað á svæðið. Fyrirtækið mun m.a. sjá um vegagerð og fiskistiga við Þjórsá.

Þá hefur Landsvirkjun óskað eftir tilboðum í vinnubúðir við Hvamm 3 í Landsveit með gistirými fyrir allt að 32 starfsmenn, skrifstofurými, mötuneyti, heilsurækt og heilsugæslu.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Rangárþing ytra undirbúa nú skipun sérstakrar eftirlitsnefndar með framkvæmdum við Hvammsvirkjun en slík nefnd hefur ekki verið skipuð áður. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert