„Ýmislegt fleira sem kemur í ljós á næstu vikum“

Kristrún Frostadóttir á ríkisstjórnarfundinum óformlega þar sem gæslan var með …
Kristrún Frostadóttir á ríkisstjórnarfundinum óformlega þar sem gæslan var með strangara móti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in hélt óform­leg­an vinnufund á Þing­völl­um í dag sem fór í að sam­stilla ráðherra stjórn­ar­inn­ar. For­gangs­röðun verk­efna var á dag­skrá, hverju er hægt að koma hratt í gegn og hvað tek­ur lengri tíma.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir vinnu­dag­inn hafa verið góðan þar sem verk­efn­in fram und­an voru rædd.

„Það skipt­ir bara máli að sam­stilla alla sem sitja í rík­is­stjórn­inni. Það er ým­is­legt sem er búið að fara okk­ar á milli í viðræðum okk­ar þriggja formann­anna. Við erum að nýta fyrstu dag­ana í að fara yfir hvernig við mun­um fram­kvæma stefnu stjórn­ar­inn­ar og vinna að vorþing­inu,“ seg­ir Kristrún í sam­tali við mbl.is.

Sýna ekki á spil­in strax

„Við erum að for­gangsraða hvað við get­um gert hratt og hvað tek­ur lengri tíma,“ seg­ir Kristrún jafn­framt.

Get­ur þú nefnt hvað þið getið gert hratt og hvað tek­ur lengri tíma?

„Þetta er allt enn þá í vinnslu og við mun­um sýna á spil­in þegar þing­mála­skrá­in kem­ur út. Það stytt­ist í að þing verði sett og það verður von­andi gert und­ir lok þessa mánaðar. Þing­mála­skrá þarf nátt­úru­lega að birt­ast fyr­ir þann tíma,“ seg­ir Kristrún.

Eðli máls­ins sam­kvæmt verði þau mál sem eru á þing­mála­skrá fyr­ir vorið fyrstu mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar og það séu þau mál sem rík­is­stjórn­in tel­ur sig geta beitt sér hratt fyr­ir.

Frek­ar er lögð áhersla á færri mál sem hægt verður að klára á vorþingi, held­ur en fleiri mál sem óvissa rík­ir um hvenær klár­ast.

Hús­næðismál og meðferðarúr­ræði á dag­skrá

„Það verður ým­is­legt þarna sem verður kunn­ug­legt og við höf­um kannski kynnt til sög­unn­ar í viðtöl­um í tengsl­um við þessa stjórn­ar­mynd­un og eft­ir að við tók­um við, til að mynda bráðaaðgerðir í hús­næðismál­um,“ seg­ir Kristrún.

„Svo er auðvitað verið að reyna að styrkja meðferðarúr­ræði í land­inu og fleira. Það eru svo­leiðis verk­efni sem við erum að horfa á en það er líka ým­is­legt fleira sem kem­ur í ljós á næstu vik­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert