Árni Grétar Futuregrapher látinn

Árni Grétar var þekktur undir nafninu Futuregrapher.
Árni Grétar var þekktur undir nafninu Futuregrapher.

Árni Grétar Jóhannesson, sem þekktur er undir nafninu Futuregrapher, er látinn, en hann var ökumaður bíls sem hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag.

Ólafur Sveinn Jóhannesson, bróðir Árna, greindi frá andlátinu á Facebook-síðu sinni í gær, en hann staðfesti andlátið jafnframt í samtali við mbl.is.

Ástkær bróðir okkar - Árni Grétar Jóhannesson - hefur kvatt þennan heim Eftir hann liggur aragrúi tónverka, ljósmynda og texta sem lýsa fallegri sál,“ segir Ólafur í færslu sinni á Facebook. En fjölmargir hafa minnst Árna á samfélagsmiðlum í gær og í dag.

Árni var afkastamikill raftónlistarmaður og einn stofnenda Möller records. Hann kom fram á tónlistarhátíðum hér á landi eins Sónar Reykjavík, Extreme Chill, Aldrei fór ég suður og Iceland Airwaves. Þá kom hann einnig fram á tónlistarhátíðum erlendis; í Norður Ameríku og Evrópu. Hægt er að kynna sér verk Árna á vefsíðu hans futuregrapher.bandcamp.com.

Árni var 41 árs þegar hann lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert