„Engin auðveld leið“ til að takast á við netsvik

Theodór R. Gíslason segir netsvik vera að færast í aukana.
Theodór R. Gíslason segir netsvik vera að færast í aukana. Samsett mynd mbl.is/Ásdís/Ljósmynd/Colourbox

„Þetta er bara að aukast og aukast og ekk­ert að minnka neitt,“ seg­ir Theó­dór R. Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Def­end Ice­land, um netsvik.

Greint var frá að svika­póst­ar hefðu verið send­ir á fólk í nafni Skatts­ins á milli jóla og ný­árs og talaði mbl.is við Theó­dór, sem einnig er tækn­i­stjóri netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Synd­is, til að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar um netsvik og hvernig best sé að forðast þau.

Al­menn skyn­semi besta ráðið

Hann seg­ir fólk vera að falla í gildruna þegar svika­póst­ar eru send­ir og að hægt sé að gera svika­pósta í dag ansi raun­veru­lega.

„En fólk þarf nátt­úru­lega bara að læra að vera vart um sig þegar það er að fá skila­boð eða fyr­ir­spurn­ir, hvort sem það er í gegn­um tölvu­póst eða sam­fé­lags­miðla. Áður en maður smell­ir á eitt­hvað á bara að hugsa sig tvisvar um,“ seg­ir Theó­dór og bæt­ir við að fólk eigi oft­ar en ekki að gera jafn­vel ráð fyr­ir að um svika­póst sé að ræða ef hann kem­ur óum­beðinn.

Þá seg­ir hann að það besta sem hægt sé að ráðleggja sé að fólk reyni að halda í al­menna skyn­semi.

Ekki hægt að treysta neinu full­kom­lega

Er mikið af fólki sem er að falla í svona gildr­ur?

„Ég held að það sé ekki há pró­senta en það er alltaf eitt­hvað. Ann­ars væri þetta ekki í gangi. Og þó að þetta séu bara tveir eða þrír af hundrað þá er það samt nóg fyr­ir þess­ar glæpaklík­ur til þess að græða pen­ing á þessu.“

Nefn­ir Theó­dór að á bak við netsvik­in geti einnig staðið skipu­lagðir hóp­ar og jafn­vel ein­stak­ling­ar sem hafi það að at­vinnu í fá­tæk­ari lönd­um að plata ginn­keypta Vest­ur­landa­búa til þess að svíkja á.

Þá meira að segja geta svik­in farið svo langt að ein­stak­ling­ar milli­færi pen­ing vilj­ug­ir til þeirra er standa að svik­un­um.

„Þeir eru al­veg til­bún­ir, mis­mun­andi hóp­arn­ir auðvitað, að þykj­ast vera þjón­ustu­full­trú­ar. Því þeir hringja líka. Þetta er mjög reglu­lega í gangi, líka hérna heima, og fólk læt­ur plata sig. Það er bara svo­lítið þannig að maður get­ur í raun og veru ekki treyst neinu full­kom­lega, þannig maður á að leyfa sér að hafa heil­brigðan vafa.“

Fólk eigi ekki að trúa gylli­boðum

Nefn­ir Theó­dór að það sé í raun óeðli­legt að fólki sé sent skila­boð í dag frá fyr­ir­tækj­um, hvort sem það sé í gegn­um sam­fé­lags­miðla, síma eða póst.

„Það er óeðli­legt í dag. Við eig­um að venj­ast því bet­ur að sækja okk­ur þjón­ustu eða nota fyr­ir fram skil­greind­ar þjón­ustu­leiðir eins og öpp frá okk­ar þjón­ustuaðilum eða fara beint inn á vef þjón­ustuaðila og fara þar inn á mín­ar síður eða þvíum­líkt. Ekki trúa gylli­boðunum,“ seg­ir Theó­dór og bæt­ir við:

„Og það hjálp­ar ekki ef þessi fyr­ir­tæki úti í bæ eru að nota þessa miðla. Þá eru þau bara að búa til fóður fyr­ir þessa hópa. Ég veit að það er kannski ekki hæg­ara sagt en gert að breyta hvernig þú nærð til þinna viðskipta­vina en það er svo auðvelt að herma eft­ir leiðum sem fólk er búið að venj­ast. Þannig það er eng­in auðveld leið í þessu og þetta er ekki að fara að minnka.“

Bestu úrræðin að tala við banka eða korta­fyr­ir­tæki

Hann seg­ir vanda­málið stig­vax­andi og að leiðin­legt sé að heyra sorg­ar­sög­urn­ar þegar fólk læt­ur plata sig.

„Ég get al­veg full­yrt það. Það finnst eng­um gam­an að heyra af því þegar fólk lend­ir í svona.“

Þá sé einnig lítið hægt að gera þegar fólk lend­ir í svik­um en netör­ygg­is­fyr­ir­tæki koma ekki að ein­stak­lings­svik­um nema þá bara í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

Seg­ir hann bestu úrræðin fyr­ir ein­stak­linga vera að tala við bank­ann sinn eða korta­fyr­ir­tæki ef þeir falla í gildruna og gera mis­tök því mögu­lega sé þá hægt að stoppa greiðsluna.

Þá seg­ir hann einnig að fólk eigi að til­kynna svik­in og nefn­ir að lög­regl­an sé með ágæt­is upp­lýs­ing­ar á síðu sinni um svik al­mennt sem gott væri fyr­ir al­menn­ing að kynna sér.

Per­sónu­leg ábyrgð

„En fyr­ir­tæki sem slík geta voða lítið gert þegar við erum að tala um al­menna skyn­semi ein­stak­linga af því að þegar á hólm­inn er komið í netör­ygg­is­mál­um, sér­stak­lega varðandi svik gagn­vart ein­stak­ling­um, þá er þetta per­sónu­leg ábyrgð.

Þetta er okk­ar sam­eig­in­lega og per­sónu­lega ábyrgð að gera ekki þessi kjána­legu mis­tök. En á móti kem­ur þá þurf­um við að hafa í huga að það geta all­ir gert mis­tök. Við erum öll að drífa okk­ur stund­um og það er þá meira bara spurn­ing um að reyna að koma auga á það þegar maður lend­ir í þessu óvart.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert