Mikill hiti í hestamönnum vegna hrossaskíts

Guðmundur Björgvinsson mokar skít í hjólbörur í hesthúsi sínu.
Guðmundur Björgvinsson mokar skít í hjólbörur í hesthúsi sínu. mbl.is/Eyþór

Ólga er meðal hestamanna á höfuðborgarsvæðinu vegna þeirrar ráðstöfunar sveitarfélaga að banna dreifingu taðs sem gengur undan hrossunum á opin svæði og að nýta það þannig til uppgræðslu. Nú skal taðinu, sem margir kalla hrossaskít, skilað til Sorpu, sem af þessu innheimtir móttökugjald sem er nærri 26 kr. á kílóið.

Þetta þykja vera miklar álögur og Guðmundur Björgvinsson, hestamaður í Mosfellsbæ, sem Morgunblaðið ræddi við, telur þetta munu auka kostnað sinn við sportið um nær eina milljón króna árlega.

Sú þróun sem að framan er lýst, að hrossatað sé skattlagt sem úrgangs- eða spilliefni, er ekki einasta bundin við höfuðborgarsvæðið. Sama er uppi á teningnum víða um land. „Þetta er algerlega óskiljanleg þróun; víða eru auðnir sem þarf að græða upp og þar gæti hrossatað nýst vel,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður Landssambands hestamannafélaga. Hún kveðst hreinlega ekki trúa því að nú eigi að skilgreina græðandi tað undan hrossunum sem spilliefni. Vegna þessa hyggjast hestmenn herja á sveitarfélögin, en í þeirra ranni er þetta mál gjarnan rætt nú í gerðum, stíum, hlöðum og á kaffistofum hesthúsa höfuðborgarsvæðisins.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert