Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu séra Maríu G. Ágústsdóttur, fráfarandi sóknarprests Fossvogsprestakalls, og séra Daníels Ágústs Gautasonar, fráfarandi æskulýðsprests, sem fór fram í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fossvogsprestakallinu.
Þá segir að séra María prédikaði og þjónaði fyrir altari eftir prédikun ásamt séra Daníel Ágústi. Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson og séra Bryndís Böðvarsdóttir þjónustuðu fyrir altari fram að prédikun, ásamt messuþjónum.
Að lokum kemur fram að séra María hafi nú verið ráðin sóknarprestur í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði. Séra Daníel Ágúst hefur verið ráðinn prestur við Lindakirkju í Kópavogi, í afleysingum fram á sumar.