Vindstrengir geti náð stormstyrk

Það verður hvasst á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag.
Það verður hvasst á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag gengur í norðan 8-15 m/s. Búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld, strengirnir munu jafnvel ná stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Þá er útlit fyrir él eða snjókomu á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað verður sunnan heiða. Frost verður 3 til 13 stig.

Á morgun er búist við svipuðu veðri, en fram kemur að annað kvöld dragi úr vindi og úrkomu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert