ÁTVR ekki enn rétt hlut Distu

ÁTVR var óheimilt að taka tvær bjórtegundir úr hillum sínum …
ÁTVR var óheimilt að taka tvær bjórtegundir úr hillum sínum á grundvelli framlegðar, þar sem einungis átti að miða við eftirspurn. mbl.is

Víninnflytjandinn Dista bíður enn eftir því að ÁTVR bregðist við dómi Hæstaréttar sem skar úr um það í byrjun desember að ÁTVR hefði brotið lög þegar hún tók tvær bjórtegundir frá Distu úr sölu.

Bjórinn er enn ekki kominn aftur í hillur Vínbúðanna og lögmaður Distu segir að ÁTVR hafi ekki sýnt frumkvæði að því að rétta hlut Distu í kjölfar dómsins. ÁTVR segist vera að útfæra nýtt viðmið.

Hæstiréttur felldi úr gildi þann 4. desember ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórinn úr sölu á grundvelli viðmiða um framlegð. Í dómnum kom fram að eftirspurn væri eina viðmiðið sem lög tilgreindu við vöruval. Reglugerð fjármálaráðuneytisins um framlegðarviðmið ættu enga stoð í lögum.

„Með þessu hélt ÁTVR óvinsælli og almennt dýrari vöru að neytendum heldur en lög mæla fyrir um,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður Distu ehf., í samtali við Morgunblaðið. Nú er mánuður frá því að dómurinn féll en Jónas segir að ÁTVR hafi hvorki komið starfsemi sinni í lögmætt horf né sýnt tilburði til að bæta hlut Distu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert