Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, mun taka sæti á þingi, kýs hann að þiggja það, þegar Bjarni Benediktsson afsalar sér þingsæti.
Jón Gunnarsson var fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í nóvember og er hann þar af leiðandi fyrsti varaþingmaður sjálfstæðismanna þar sem flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í kjördæminu.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu greindi hann á facebook og hann tók jafnframt fram að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku.