Borgarstjórn minntist Egils

Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, er látinn, 34 ára að …
Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, er látinn, 34 ára að aldri.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, minntist Egils Þórs Jónssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við upphaf fundar borgarstjórnar sem hófst í hádeginu.

Egill lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein aðeins 34 ára gamall þann 20. desember.

Einar stiklaði á stóru í ferli Egils og sagði hann hafa helgað lífi sínu því að aðstoða fólk með fötlun og geðræn vandamál. Hann var stuðningsfulltrúi hjá búsetukjarna á vegum Reykjavíkurborgar og síðar teymisstjóri á velferðarsviði.

Fram kom í málin Einars að Egill var félagsfræðingur að mennt og var formaður félags félagsfræðinema á háskólaaárum sínum. Hann sat í stúdentaráði og var í þar stjórn auk þess að vera formaður Vöku.

Þá sat hann í stjórn Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og var virkur í stjórn Oddfellow-reglunnar.

Að lokum vottaði borgarstjóri Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsdóttur, eiginkonu Egils, og börnum þeirra samúð sína.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók einnig til máls og fór með hlýjum orðum yfir Egil og samstarf þeirra. 

Eftir orð Einars og Hildar risu fulltrúar í borgarstjórn úr sætum sínum og vottuðu virðingu sína með einnar mínútu þögn.

Egils var minnst í upphafi fundar borgarstjórnar.
Egils var minnst í upphafi fundar borgarstjórnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert