Guðmundur Ari þingflokksformaður Samfylkingarinnar

Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Ari Sigurjónsson hefur verið kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en þingflokksfundi Samfylkingarinnar var að ljúka. Guðmundur Ari var í öðru sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari.

Arna Lára Jónsdóttir er varaformaður.
Arna Lára Jónsdóttir er varaformaður.

Segir í tilkynningunni að kosningin hafi verið samhljóða og samkvæmt tillögu formanns flokksins, Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Guðmundur Ari tekur við hlutverkinu af Loga Einarssyni sem hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Kristján Þórður Snæbjarnarson verður ritari flokksins.
Kristján Þórður Snæbjarnarson verður ritari flokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil ábyrgð og heiður

„Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ara um kjörið.

„Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert