Eftir umfangsmiklar endurbætur hefur Hótel Selfoss skrifað undir samning við Marriott International um að hótelið verði Four Points by Sheraton hótel, eitt af yfir 30 framúrskarandi vörumerkjum Marriott Bonvoy.
Þetta kemur fram í tilkynnigu.
„Við erum mjög spennt að fá Hótel Selfoss inn í Marriott Bonvoy sem Four Points by Sheraton hótel. Staðsetning hótelsins er frábær, þjónustan framúrskarandi, herbergin rúmgóð og öll aðstaða til fyrirmyndar,“ er haft eftir Axel Steinbach, þróunarstjóra Marriott International fyrir Norðurlöndin.
Þá segir í tilkynningunni, að með því að tengjast Marriott muni Hótel Selfoss styrkja stöðu sína á hótelmarkaði og bjóða gestum upp á nýja og spennandi möguleika.
„Við erum mjög ánægð með þessa breytingu og teljum að samstarfið við Marriott muni hjálpa okkur að veita gestum hótelsins enn betri upplifun. Jafnframt mun tengingin við Bonvoy skapa ný markaðstækifæri fyrir Hótel Selfoss,“ er haft eftir Björgvini Jóhannessyni, hótelstjóra Hótel Selfoss