Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um eld í hverfi 101 í gærkvöld. Ökumaður og farþegi höfðu náð að slökkva eldinn með því að kasta snjó á vél bifreiðarinnar. Engin slys urðu á fólki en tjón varð á bifreiðinni.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt. Tveir gista í fangaklefa nú í morgunsárið.
Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um mann að sveifla sverði. Hann fannst ekki.
Tilkynnt var um eld í Mosfellsbæ. Þar hafði friðarkerti fengið að loga á borði í garðinum með þeim afleiðingum að það kviknaði í borðinu og stólum þar í kring. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón á munum.
Tilkynnt var um aðila að reyna að komast inn í bifreiðar í hverfi 108 og þá var tilkynnt um ölvaða aðila í bílakjallara í miðborgunni. Þeim var vísað út.