Vatnshæðin í Hvítá hefur haldist stöðug

Fólk er beðið um að sýna aðgát nærri árfarveginum.
Fólk er beðið um að sýna aðgát nærri árfarveginum. Ljósmynd/Lögreglan

Vatnshæð í Hvítá við Brúnastaði hefur lækkað síðustu daga og hefur haldist nokkuð stöðug síðasta sólarhring. 

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að vatnhæðin sé þó enn há og er fólk beðið um að sýna aðgát nærri árfarveginum.

Þar segir einnig að erfitt sé að spá fyrir um þróun þessa atburðar en Veðurstofan muni fylgjast náið með þróun mála í samstarfi við almannavarnir og lögreglu á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert