Ekki hægt að stöðva verkið

búar fjölmenntu á fund borgarstjórnar í gær og áttu samtal …
búar fjölmenntu á fund borgarstjórnar í gær og áttu samtal við borgarstjóra um byggingu vöruhússins við Álfabakka og áhrif þess á nágrennið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samþykkt var í borg­ar­stjórn í gær að ráðast í út­tekt á stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar í tengsl­um við um­deilt vöru­hús í Álfa­bakka.

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri gagn­rýndi stjórn­kerfið í ræðu sinni í borg­ar­stjórn í gær þar sem hann vék að því að íbú­ar sem gerðu at­huga­semd­ir við bygg­ingaráformin 2022 hefðu fengið vill­andi svör.

„Þar var íbúi sem spurði hvort það gæti verið að bygg­ing­in gæti verið upp á marg­ar hæðir og fékk það svar að það væri nán­ast úti­lokað að svo gæti farið.“

Rætt var á fundi borg­ar­stjórn­ar hvort stöðva ætti fram­kvæmd­ir við Álfa­bakka. Spurður hvers vegna hann styðji ekki til­lögu um verk­stöðvun, í ljósi þess sem hann hef­ur áður sagt um bygg­ing­una, seg­ir Ein­ar að lög og regl­ur gildi í land­inu sem þurfi að fylgja.

„Það er mat bygg­ing­ar­full­trú­ans og lög­fræðinga um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs að ekki séu leng­ur laga­leg­ar for­send­ur til að krefja bygg­ing­araðilana um að stöðva fram­kvæmd­ir, þannig að við get­um ekki annað en fylgt því.“

Hvað seg­irðu um kröf­una um niðurrif húss­ins?

„Ég skil vel að íbú­ar hafi sterk­ar skoðanir á þessu húsi, en það get­ur verið mjög snúið að flytja svo stórt mann­virki eitt­hvert annað. Ég vona að það verði hægt að gera breyt­ing­ar á hús­inu þannig að það verði skap­legt að búa þarna.“

Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ist gera þá kröfu til borg­ar­stjóra að hann fylg­ist með því sem ger­ist inni á hans skrif­stofu. „Hann get­ur ekki leng­ur skýlt sér á bak við það að hann sé nýi strák­ur­inn í borg­inni eins og hann hef­ur oft orðað það. Núna er hann orðinn stóri strák­ur­inn, borg­ar­stjór­inn, og hef­ur verið það í eitt ár. Hann á að hafa eft­ir­lit með því sem ger­ist inni á hans skrif­stofu. Annaðhvort gerði hann það ekki eða hann seg­ir okk­ur ósatt.“

Um 1.700 manns hafa tekið þátt í und­ir­skrifta­söfn­un íbúa í Suður-Mjódd þar sem fram­kvæmd­um við vöru­húsið við Álfa­bakka er mót­mælt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert