Fjögurra og þriggja bíla árekstrar

Einn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann til frekari aðhlynningar.
Einn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann til frekari aðhlynningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um fjögurra bíla árekstur í dag. Einn ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans til frekari skoðunar og draga þurfti tvær bifreiðir af vettvangi með dráttarbifreið. 

Lögreglustöð þrjú sinnti útkallinu en hún sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu um verkefni hennar frá klukkan 5 í morgun og til klukkan 17 í dag. 

Lögreglustöð eitt, sem sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi, barst einnig tilkynning um árekstur þar sem þrjár bifreiðir skullu saman. 

Ökumenn virtust óslasaðir en tjón varð á bifreiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert